main image

Leitin að karamellukrukkunni

Nú þegar Leitin að grenndargralinu 2010 er hálfnuð er við hæfi að hita upp fyrir lokaátökin. Það gerum við með því að leita að Karamellukrukkunni. Allir þeir sem, við upphaf sjöttu viku, skila inn réttum úrlausnum við fimm fyrstu þrautunum öðlast réttinn til að leita að krukkunni góðu. Framundan er spennandi leit því 38 nemendur úr Giljaskóla, Glerárskóla og Síðuskóla hafa öðlast þennan rétt.

Hvað er í Karamellukrukkunni? Hvar er hún? Hverjir finna krukkuna og hljóta þann óvænta glaðning sem hún inniheldur? Svörin gætu legið fyrir föstudaginn 15. október.

Vísbendingu, sem leiðir til fundar Karamellukrukkunnar, verður hægt að nálgast í stofu 304 í Giljaskóla,  á skrifstofu Helgu í Glerárskóla og í stofu 31 í Síðuskóla kl. 14:00 föstudaginn 15 október.

Þátttakendur eru hvattir til að mæta kl. 13:50.

Þið sem leitið að krukkunni skuluð taka með ykkur myndavélar í krukkuleiðangurinn og vera dugleg að taka myndir af því sem fyrir augu ber. Senda má myndirnar til umsjónarmanna Leitarinnar og nokkrar vel valdar myndir verða settar á heimasíðuna.

Gangi ykkur vel!