main image

Hvítsniglar

Annað liðið sem við kynnum til sögunnar er Hvítsniglar. Þarna eru á ferðinni tveir fjölhæfir drengir úr Glerárskóla.

Við erum bestar

Á næstu dögum og vikum verða liðin sem keppast um að finna grenndargralið kynnt hér á heimsíðunni. Fyrsta liðið sem við kynnum til sögunnar heitir því skemmtilega nafni Við erum bestar. Liðið skipa tvær metnaðarfullar stúlkur úr Síðuskóla. Þær ætla sér sigur í Leitinni að grenndargralinu árið 2010.

Liðskynningar

Umsjónarmenn Leitarinnar hafa sent þátttakendum beiðni um að skila inn liðskynningum. Þátttakendur skila inn upplýsingum um liðin, hvað þau heita, hvert sé markmiðið með þátttökunni o.s.frv. Kynningarspjöld verða útbúin með myndum af liðunum. Hlutverk kynningarspjaldanna er að kynna fyrir áhugasömum um víða veröld þá metnaðarfullu og duglegu einstaklinga sem keppast við að finna djásnið sem allt snýst um, grenndargralið. Eitt af öðru verða spjöldin birt næstu vikurnar hér á heimasíðunni og á heimasíðum þátttökuskólanna þriggja.

Hver veit nema liðskynningarnar opni dyr frægðarinnar hjá einhverjum eins og hjá þeim Hrafnhildi og Unni, sigurvegurum Leitarinnar að grenndargralinu árið 2008 (sjá mynd).

Karamellukrukkan er fundin!

Það voru þær Arna Dögg og Lydía Rós úr Glerárskóla sem fundu Karamellukrukkuna. Föstudaginn 15. október sl. kl. 14:00 fengu þátttakendur vísbendingu sem leiddi þá að krukkunni. Þær Arna og Lydía voru fljótastar að átta sig og fundu krukkuna áður en klukkan sló 15:00. Fleiri lið fylgdu í kjölfarið en gripu í tómt.

Sannarlega glæsilegur árangur hjá þeim Örnu og Lydíu. Þær uppskáru fulla krukku af karamellum. Í krukkunni leyndust bíómiðar fyrir tvo ásamt poppi og gosi, allt í boði Borgarbíós.

Heimasíða Leitarinnar óskar þeim Örnu og Lydíu til hamingju með árangurinn og vonar að þær skemmti sér vel yfir góðri bíómynd.

Myndband um grenndargralið

Leitin að grenndargralinu fer víða. Þrautirnar teygja anga sína um allan heim en eiga það þó sameiginlegt að heimabyggð okkar kemur við sögu. Smellið á myndina hér að ofan til að fylgjast með heimshornaflakki okkar í Leitinni 2010.

Leitin að karamellukrukkunni

Nú þegar Leitin að grenndargralinu 2010 er hálfnuð er við hæfi að hita upp fyrir lokaátökin. Það gerum við með því að leita að Karamellukrukkunni. Allir þeir sem, við upphaf sjöttu viku, skila inn réttum úrlausnum við fimm fyrstu þrautunum öðlast réttinn til að leita að krukkunni góðu. Framundan er spennandi leit því 38 nemendur úr Giljaskóla, Glerárskóla og Síðuskóla hafa öðlast þennan rétt.

Hvað er í Karamellukrukkunni? Hvar er hún? Hverjir finna krukkuna og hljóta þann óvænta glaðning sem hún inniheldur? Svörin gætu legið fyrir föstudaginn 15. október.

Vísbendingu, sem leiðir til fundar Karamellukrukkunnar, verður hægt að nálgast í stofu 304 í Giljaskóla,  á skrifstofu Helgu í Glerárskóla og í stofu 31 í Síðuskóla kl. 14:00 föstudaginn 15 október.

Þátttakendur eru hvattir til að mæta kl. 13:50.

Þið sem leitið að krukkunni skuluð taka með ykkur myndavélar í krukkuleiðangurinn og vera dugleg að taka myndir af því sem fyrir augu ber. Senda má myndirnar til umsjónarmanna Leitarinnar og nokkrar vel valdar myndir verða settar á heimasíðuna.

Gangi ykkur vel!

Sjötta vika Leitarinnar hefst mánudaginn 11. október

Myndirnar tengjast allar næstu þraut. Hraðskreiðasta skemmtiskip veraldar, ósökkvandi skemmtiferðaskip sem sökk í jómfrúarferð sinni og fjármálahneyksli þekkts Eyfirðings. Allt eru þetta viðfangsefni þrautar nr. 6.

Fylgist með hér á heimasíðunni mánudaginn 11. október kl. 13:00.


Leitin að Karamellukrukkunni framundan!

Skapast hefur hefð fyrir því í Leitinni að grenndargralinu að taka forskot á sæluna þegar leitin er hálfnuð. Þeir þátttakendur sem skila inn réttum lausnum við fimm fyrstu þrautunum við upphaf sjöttu viku öðlast rétt til að leita að Karamellukrukkunni. Karamellukrukkan er ílát sem falið er á eða við Akureyri og inniheldur óvæntan glaðning. Þátttakendur fá vísbendingu sem leiðir þá að krukkunni og þeir sem finna hana eignast innihald hennar. Hér er því um nokkurs konar mini-útgáfu að ræða af aðalleitinni að sjálfu grenndargralinu.

Til að öðlast réttinn til að leita að Karamellukrukkunni þarf að skila inn réttum lausnum við fimm fyrstu þrautunum til umsjónarmanns Leitarinnar fyrir kl. 12:00 mánudaginn 11. október.

Fylgstu með á heimasíðunni mánudaginn 11. október kl. 20:00!!!!!!!!!!