Fimmta þraut kemur upp mánudaginn 4. október

Í fimmtu viku skoðum við sögu heimsþekkts Bandaríkjamanns (Eyfirðings) sem upplifði mikil ævintýri á norðurslóðum á fyrri hluta 20 aldar. Sagan hefst á bæ í Eyjafjarðarsveit en einnig koma aðrir staðir við sögu svo sem Kanada og Bandaríkin. Maðurinn sem um ræðir fór fyrir frægum leiðangri um nyrstu svæði Kanada. Ýmislegt dreif á daga leiðangursmanna og m.a. sökk skip þeirra í Norður-Íshafinu. Einnig skyggnumst við örlítið inn í heim Íslendinga sem fluttu til Kanada í kringum aldamótin 1900.

Fylgist með sögu þessa merkilega ævintýramanns og annarra Íslendinga í Kanada þegar fimmta þraut Leitarinnar birtist mánudaginn 4. október nk.


Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd