Fjórða vika hefst mánudaginn 27. september
Í fjórðu þraut segir frá dularfullum en jafnframt stórmerkilegum manni sem fluttist frá Ameríku til Akureyrar. Svarthvíta myndin er af Hótel Akureyri sem brann árið 1955 (enn einn bruninn!). Dularfulli maðurinn bjó þar á meðan dvöl hans stóð hér í bænum. Hvernig ætli saga þessa manns tengist Kaffi Karolínu? Hvernig tengist bókarkápan sögunni? Hvers vegna í
ósköpunum er búið að troða mynd af eldgömlum kafarahjálmi inn í þessa umfjöllun? Svörin við þessum og fleiri spurningum færðu í fjórðu viku Leitarinnar að grenndargralinu 2010.
Getur þú séð hvað stendur á kafarahjálminum? Er eitthvað þar sem þú getur tengt við einhverja af hinum myndunum?
Engar athugasemdir »
Skrifa athugasemd