main image

Góð þátttaka í Leitinni að grenndargralinu 2010


Nú þegar önnur vika Leitarinnar er farin af stað er óhætt að segja að þátttaka sé góð. Rúmlega 40 krakkar hafa skilað inn réttum lausnum við fyrstu þraut og ekki útilokað að fleiri hefji leik á næstu dögum. Sum liðin hafa sérstaka aðstoðarmenn sér til aðstoðar sem ekki eru skráðir í liðin. Það eru ýmist félagar og vinir úr skólanum eða einhverjir úr fjölskyldu þátttakenda. Þá höfum við dæmi um kennara úr þátttökuskólunum þremur sem leystu fyrstu þraut og ætla sér vonandi að halda áfram næstu níu vikur. Gaman er að segja frá því að nemendur á framhaldsskólastigi á Akureyri hafa sýnt áhuga á að taka þátt.

Við vonum að sem flestir taki þátt í þeirri æsispennandi leit sem framundan er að grenndargralinu. Um leið hvetjum við þá sem ekki eru farnir af stað í Leitinni en hafa áhuga á að prófa að draga það ekki mikið lengur. Hægt verður að leysa hverja þraut fyrir sig í 2-3 vikur eftir að hún kemur upp.

Þá viljum við hvetja þátttakendur til að vera duglegir að taka myndir á ferðum sínum um bæinn og senda umsjónarmönnum Leitarinnar. Myndirnar verða birtar hér á heimasíðunni.

Hér er listi yfir þá krakka sem hafa fengið fyrsta bókstafinn og skólana þeirra.

Giljaskóli:

Hafþór og Einar

Gabríel og Karl

Guðríður og María

Daníel Aron og Arnar Þór

Hrund og Helga

Rósa og Snjólaug

Amanda og Sandra

Jana og Sara

Eva

Glerárskóli:

Bára og Fríða

Halldóra og Elín Helga

Bjarki Már og Ingi Þór

Máni og Logi

Arna Dögg og Lydía

Guðrún Jóna og Sunneva

Aron Elvar og Baldvin Kári

Marta Ýr og Ásdís

Almar og Birkir

Gunnar Ingi og Oddur Kári

Steinunn og María

Síðuskóli:

Elfa og Katrín Lóa

Þóranna

Kristján Logi

Thelma