Rífandi gangur í Leitinni!
Leitin að grenndargralinu er komin á fullt krakkar. Svör við fyrstu þraut hafa verið að týnast inn síðustu daga frá ykkur og munu gera áfram. Við birtum lista yfir þá nemendur sem hafa skilað inn lausnum við fyrstu þrautinni eftir að önnur vika Leitarinnar er hafin. Við minnum á að aldrei er of seint fyrir ykkur að taka þátt þó vissulega sé skynsamlegt að draga það ekki mjög lengi.
Fyrsta þrautin segir frá ítalska dulmálssérfræðingnum Giancarlo Gianazza og kenningum hans um felustað hins heilaga grals Krists á Íslandi. Telur hann menn úr hópi Musterisriddara hafa heimsótt landið árið 1217 í þeim tilgangi að fela bikar Krists á öruggum stað. Leonardo da vinci og málverk hans koma þarna mikið við sögu. Þeir sem hafa skilað inn réttum úrlausnum við þrautinni vita hvernig atburðarásin tengist heimabyggðinni okkar. Ef herra Gianazza hefur rétt fyrir sér er hér um einn merkilegasta atburð Íslandssögunnar að ræða, hvorki meira né minna.
Mánudaginn 13. september birtum við þraut nr. 2 hér á heimasíðu Leitarinnar. Myndirnar sem þú sérð hér tengjast henni. Um hvað skyldi þraut nr. 2 snúast? Fylgstu með á mánudaginn.
?