main image

Fimmta þraut kemur upp mánudaginn 4. október

Í fimmtu viku skoðum við sögu heimsþekkts Bandaríkjamanns (Eyfirðings) sem upplifði mikil ævintýri á norðurslóðum á fyrri hluta 20 aldar. Sagan hefst á bæ í Eyjafjarðarsveit en einnig koma aðrir staðir við sögu svo sem Kanada og Bandaríkin. Maðurinn sem um ræðir fór fyrir frægum leiðangri um nyrstu svæði Kanada. Ýmislegt dreif á daga leiðangursmanna og m.a. sökk skip þeirra í Norður-Íshafinu. Einnig skyggnumst við örlítið inn í heim Íslendinga sem fluttu til Kanada í kringum aldamótin 1900.

Fylgist með sögu þessa merkilega ævintýramanns og annarra Íslendinga í Kanada þegar fimmta þraut Leitarinnar birtist mánudaginn 4. október nk.


Ný tímasetning á þraut nr. 4

Upphafsorð fjórðu þrautar munu birtast í þátttökuskólunum þremur að venju mánudaginn 27. september kl. 13:00. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að nálgast eintak af þeim í skólunum þar sem þrautirnar birtast vikulega. Ef blöðin klárast má leita umsjónarmennina uppi þau Brynjar, Helgu og Sigrúnu og þau bjarga málum.

Framhald þrautarinnar, auk upphafsorða, verður birt hér á heimasíðunni þriðjudaginn 28. september kl. 21:00.

Fjórða vika hefst mánudaginn 27. september

Í fjórðu þraut segir frá dularfullum en jafnframt stórmerkilegum manni sem fluttist frá Ameríku til Akureyrar. Svarthvíta myndin er af Hótel Akureyri sem brann árið 1955 (enn einn bruninn!). Dularfulli maðurinn bjó þar á meðan dvöl hans stóð hér í bænum. Hvernig ætli saga þessa manns tengist Kaffi Karolínu? Hvernig tengist bókarkápan sögunni? Hvers vegna í ósköpunum er búið að troða mynd af eldgömlum kafarahjálmi inn í þessa umfjöllun? Svörin við þessum og fleiri spurningum færðu í fjórðu viku Leitarinnar að grenndargralinu 2010.

Getur þú séð hvað stendur á kafarahjálminum? Er eitthvað þar sem þú getur tengt við einhverja af hinum myndunum?

Þraut nr. 3 senn í loftið

Mánudaginn 20. september verður þraut nr. 3 birt.  Myndirnar þrjár koma við sögu auk þess sem skip verða fyrirferðarmikil. Heimabyggð þín hefur að geyma skemmtilega sögu þar sem þekkt hugbúnaðarfyrirtæki, nasismi og myndlist tengist og það í gegnum samgöngur á sjó.

Framundan er skemmtileg þraut sem sýnir tengsl heimabyggðar við sögufrægar persónur í nútíð og fortíð.Góð þátttaka í Leitinni að grenndargralinu 2010


Nú þegar önnur vika Leitarinnar er farin af stað er óhætt að segja að þátttaka sé góð. Rúmlega 40 krakkar hafa skilað inn réttum lausnum við fyrstu þraut og ekki útilokað að fleiri hefji leik á næstu dögum. Sum liðin hafa sérstaka aðstoðarmenn sér til aðstoðar sem ekki eru skráðir í liðin. Það eru ýmist félagar og vinir úr skólanum eða einhverjir úr fjölskyldu þátttakenda. Þá höfum við dæmi um kennara úr þátttökuskólunum þremur sem leystu fyrstu þraut og ætla sér vonandi að halda áfram næstu níu vikur. Gaman er að segja frá því að nemendur á framhaldsskólastigi á Akureyri hafa sýnt áhuga á að taka þátt.

Við vonum að sem flestir taki þátt í þeirri æsispennandi leit sem framundan er að grenndargralinu. Um leið hvetjum við þá sem ekki eru farnir af stað í Leitinni en hafa áhuga á að prófa að draga það ekki mikið lengur. Hægt verður að leysa hverja þraut fyrir sig í 2-3 vikur eftir að hún kemur upp.

Þá viljum við hvetja þátttakendur til að vera duglegir að taka myndir á ferðum sínum um bæinn og senda umsjónarmönnum Leitarinnar. Myndirnar verða birtar hér á heimasíðunni.

Hér er listi yfir þá krakka sem hafa fengið fyrsta bókstafinn og skólana þeirra.

Giljaskóli:

Hafþór og Einar

Gabríel og Karl

Guðríður og María

Daníel Aron og Arnar Þór

Hrund og Helga

Rósa og Snjólaug

Amanda og Sandra

Jana og Sara

Eva

Glerárskóli:

Bára og Fríða

Halldóra og Elín Helga

Bjarki Már og Ingi Þór

Máni og Logi

Arna Dögg og Lydía

Guðrún Jóna og Sunneva

Aron Elvar og Baldvin Kári

Marta Ýr og Ásdís

Almar og Birkir

Gunnar Ingi og Oddur Kári

Steinunn og María

Síðuskóli:

Elfa og Katrín Lóa

Þóranna

Kristján Logi

Thelma

Leitin vekur athygli víða :-)

Rífandi gangur í Leitinni!

Leitin að grenndargralinu er komin á fullt krakkar. Svör við fyrstu þraut hafa verið að týnast inn síðustu daga frá ykkur og munu gera áfram. Við birtum lista yfir þá nemendur sem hafa skilað inn lausnum við fyrstu þrautinni eftir að önnur vika Leitarinnar er hafin. Við minnum á að aldrei er of seint fyrir ykkur að taka þátt þó vissulega sé skynsamlegt að draga það ekki mjög lengi.

Fyrsta þrautin segir frá ítalska dulmálssérfræðingnum Giancarlo Gianazza og kenningum hans um felustað hins heilaga grals Krists á Íslandi. Telur hann menn úr hópi Musterisriddara hafa heimsótt landið árið 1217 í þeim tilgangi að fela bikar Krists á öruggum stað. Leonardo da vinci og málverk hans koma þarna mikið við sögu. Þeir sem hafa skilað inn réttum úrlausnum við þrautinni vita hvernig atburðarásin tengist heimabyggðinni okkar. Ef herra Gianazza hefur rétt fyrir sér er hér um einn merkilegasta atburð Íslandssögunnar að ræða, hvorki meira né minna.

Mánudaginn 13. september birtum við þraut nr. 2 hér á heimasíðu Leitarinnar. Myndirnar sem þú sérð hér tengjast henni. Um hvað skyldi þraut nr. 2 snúast? Fylgstu með á mánudaginn.

?

Leitin er hafin!