Þrautalending
Nú stendur yfir smíði á þrautum fyrir Leitina að grenndargralinu fyrir haustið 2010. Þrautirnar verða 10 eins og áður, krefjandi en ákaflega skemmtilegar. Að semja eina þraut getur tekið langan tíma enda liggur oft talsverð heimildavinna að baki og grúsk. Nú þegar er búið að aka um 200 km, hjóla um Akureyri og nágrenni, lesa hundruðir blaðsíðna og tala við skemmtilegt fólk.
Að venju er Akureyri í aðalhlutverki en bærinn okkar lumar á ýmsum skemmtilegum leyndardómum. Þannig teygja þrautirnar anga sína til Þýskalands, Ameríku og jafnvel Jerúsalem !
Það er því spennandi haust hjá liðunum sem ætla sér að vinna grenndargralið 2010.
Engar athugasemdir »
Skrifa athugasemd