Hlaðvarp

 

Leyndardómar Hlíðarfjalls. Brynjar Karl Óttarsson tilheyrir hópi sögugrúskara sem deilir áhuga á stríðsminjunum í Hlíðarfjalli og dulúðinni sem hvílir yfir veru setuliðsmanna þar á hernámsárunum. Í þáttunum segir Brynjar frá leiðöngrum sem hann hefur farið upp í fjallið til að bjarga stríðsminjum og tilraunum til að leysa ráðgátur sem leynast þar. Athugun á samtímaheimildum og spjall við fræðinga og fólk sem þekkir til hernámsáranna af eigin raun fyllir upp í myndina. Útkoman er viðleitni til að púsla saman heildstæðari mynd af því sem fór fram í Hlíðarfjalli á stríðsárunum.

Smelltu hér til að hlusta.

 

 

 

 

Toto og Big Country í Saurbæjarhreppi. Nokkrir ungir ofurhugar á Akureyri tóku sig saman og ákváðu að standa fyrir útihátíð um verslunarmannahelgina árið 1988. Ein með öllu ´88 á Melgerðismelum í Eyjafirði. Fréttaflutningur af hátíðinni byrjaði heldur betur með látum. Lesendur Dags vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þann 5. maí þegar við þeim blasti frétt um að „nær öruggt“ væri að ameríska stórhljómsveitin Toto myndi spila á Melgerðismelum.

 

 

 

Áreksturinn á Strandagrunnshorni. Aðfaranótt laugardagsins 22. júlí árið 1984 skall sovéska skemmtiferðaskipið Estonia á Harðbak EA 303 frá Akureyri úti á opnu hafi. Svanur Zophaníasson var um borð í Harðbaki umrædda nótt. Hann segir frá upplifun sinni af árekstrinum.

Smelltu hér til að hlusta.

 

 

 

 

 

Leif Garret – Feel the need, 1978. Lögin grípandi, svöl mynd af poppstjörnunni og ekki skemmdi fyrir að Leif var af íslenksum ættum – eða svo var talið.