Hljóðvarp

 

Áreksturinn á Strandagrunnshorni. Aðfaranótt laugardagsins 22. júlí árið 1984 skall sovéska skemmtiferðaskipið Estonia á Harðbak EA 303 frá Akureyri úti á opnu hafi. Svanur Zophaníasson var um borð í Harðbaki umrædda nótt. Hann segir frá upplifun sinni af árekstrinum.

Smelltu hér til að hlusta.

 

 

 

Þegar Phostle, Braun og The Coctail Shaker sigldu inn Eyjafjörð. Ákveðin stemning ríkir í bænum þegar risastór skemmtiferðaskip á borð við Azamara Pursuit liggja við bryggju. Glæsisnekkjur auðmanna sem lúra á Pollinun sem og ísbrjótar og rannsóknarskip vekja einnig athygli bæjarbúa. Mörg merkileg skip með mikla sögu á bakinu hafa siglt inn Eyjafjörðinn í gegnum tíðina, lagst við bryggju eða einfaldlega legið makindalega á Pollinum.

 

 

 

 

 

Glámur og Skrámur – Í sjöunda himni, 1979. Skemmtilegt ævintýri og frábær tónlist hjá Glámi og Skrámi og öllum hinum á plötunni Í sjöunda himni frá árinu 1979. Ragnhildur Gísladóttir og Halli og Laddi fara á kostum.

Smelltu hér til að hlusta.

 

 

 

 

 

 

 

Leif Garret – Feel the need, 1978. Lögin grípandi, svöl mynd af poppstjörnunni og ekki skemmdi fyrir að Leif var af íslenksum ættum – eða svo var talið.

 

 

 

 

 

 

 

 

Randver – Það stendur mikið til, 1978. Góðar minningar sem tengjast þessari plötu. Krakkavæn tónlist, hressir karlar og sniðugt nafn á hljómsveit. Randver og Dúmbó og Steini voru á pari árið 1978. Randver hafði þó vinninginn þegar kom að plötuumslaginu. Maður gat endalaust skemmt sér yfir því og laginu Idi Amin.

 

 

 

 

 

 

Plötuskápurinn – Scorpions, taken by force 1977. Þarfnast engrar lýsingar við. Meistaraverk úr plötuskápnum.

Smelltu hér til að hlusta.