Fjarskiptabúnaður fyrir flugvél finnst á Melgerðismelum

Býsna merkilegur gripur hérna á ferðinni sem VM fundu á Melgerðismelum í Eyjafirði. Þetta er hluti af fjarskiptabúnaði fyrir flugvél (Aircraft Radio Transmitter control box) af gerðinni Western Electric WW2 CW-23097. Líklega má rekja þennan búnað aftur til áranna fyrir stríð eða upphafs styrjaldarinnar. Ef marka má erlendar vefsíður safnara er erfitt að nálgast „control box“ af þessari gerð nú til dags.

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd