main image

Illa farin mortar-askja glædd lífi

Sumt af því sem VM hafa fundið og tekið til handargagns frá setuliðinu er illa farið eftir 80 ára veðrun í íslenskri náttúru. Dæmi um þetta eru hlutar af „öskjum“ fyrir breskar mortar-sprengjur (British 2 Inch Mortar Bomb Carrier). Eftir púsningar og þrif á nokkrum ryðguðum gripum sem tilheyra slíkum mortar-hirslum koma þrjú handföng og tvö lok í ljós. Á öðru lokinu sést glitta í ártalið 1941. Á hinu má enn greina ljósgræna litinn sem prýddi lokin þegar setuliðsmenn spígsporuðu hér um slóðir. Á erlendri sölusíðu þar sem mortar-askja í ágætu ástandi frá 1941 er til sölu segir: „The carrier is nicely dated 1941/1942. This is one of the hardest of the Infantry company accessories to find.“