Loftvarnarbyssan við Lónsá

Erik Jensen ólst upp og lék sér á grunnum bragganna sem breska setuliðið reisti á stríðsárunum við Lónsá utan Akureyrar. Grunnarnir hverfa nú hver af öðrum undir íbúðir sem verið er að reisa á svæðinu. Þáttastjórnandi Leyndardóma Hlíðarfjalls gekk í sumar um gamla braggasvæðið við Lónsá í fylgd Erik og hafði upptökutæki með sér. Afraksturinn má heyra í fjórum nýjum þáttum sem fara í loftið á streymissíðu Grenndargralsins föstudaginn 3. desember.

Erik segir sögur af pabba sínum sem tók þátt í átökum stríðsins í Evrópu, virkri sprengju frá setuliðinu sem notuð var sem stofustáss og loftvarnarbyssu sem hann fann sem strákur. Þessar sögur og fleiri í Leyndardómum Hlíðarfjalls 2021.

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd