main image

Grenndargralið í samstarf við Heima er bezt

Brynjar Karl Óttarsson og Sigurjón M. Egilsson hafa komist að samkomulagi um samstarf milli Grenndargralsins og tímaritsins Heima er bezt. Krosseyri ehf. gefur tímaritið út.

Grenndargralið er í eigu Brynjars Karls. Ritstjóri Heima er bezt er Sigurjón Magnús Egilsson. Samstarfið felur í sér birtingu á efni Grenndargralsins í þremur tölublöðum sem gefin verða út fram að áramótum.

Október-útgáfa tímaritsins er í prentun. Hægt er að kaupa áskrift með því að fara inn á vefsíðu Heima er bezt. Eins er hægt að senda póst á sme@sme.is eða hringja í 823 2777.