Hver sendi Bruun póstkortið frá Akureyri?

 

„Segja má að Daniel Bruun hafi verið einn af brautryðjendum í rannsóknum menningarminja á Íslandi. Þessi afkastamikli áhugamaður vann Íslandi ómetanlegt gagn.“

Svo skrifar Þór Magnússon í formála bókarinnar Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár sem Bókaútgáfan Örn og Örlygur gaf út árið 1987.

Daniel Bruun (1856-1931) var liðsforingi í danska hernum og fornleifafræðingur. Hann kom margoft til Íslands um aldamótin 1900 til að rannsaka kuml. Hann tileinkaði sér vísindaleg vinnubrögð við rannsóknir sínar, gerði kort af kumlstöðunum, teiknaði þau upp til að sýna afstöðu beina og gripa og lét kyn- og aldursgreina mannabein sem fundust í kumlunum. Slík vinnubrögð voru ekki sjálfgefin á þessum tíma.

Daniel Bruun var afkastamikill þegar kom að rannsóknum á Íslandi. Sennilega hefur enginn safnað jafn miklum upplýsingum um íslenska þjóðmenningu og hann gerði á árunum 1896-1910. Hann dvaldist lengi á Dalvík við rannsóknir sem og á Gásum. Mikið ef rannsóknargögnum liggur eftir Daniel Bruun í Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn, teikningar og ljósmyndir.

Margar af ljósmyndum þeim sem Daniel Bruun tók á Íslandi eru fyrir löngu orðnar sígildar, myndir sem hvert mannsbarn þekkir. Ein úr þeim hópi er myndin af Svanfríði Jónasdóttur, mjaltastúlku sem lengi var vinnukona á hinum ýmsu bæjum í Bárðardal. Myndina tók Bruun að bænum Lundarbrekku árið 1897 (sjá mynd).

Daniel Bruun kom í nokkrar heimsóknir til Akureyrar á meðan rannsóknum hans stóð, þá fyrstu árið 1896. Í áðurnefndu Þjóðminjasafni Dana er til póstkort sem sent var til Bruun í Danmörku, frá Akureyri. Kortið er dagsett 18. júlí 1912 og stimplað þremur dögum síðar.

Grenndargralið spyr hvað var skrifað á kortið og hver skrifaði textann?

3 Athugsemdir »

  1. Elisabeth Kristensen

    Fra Dagny Jansen
    eða
    I. Dagny Jansen (I geta vera stytting fyrir Inge)

    Kannski…
    f. Ragnar Jansen
    Eða
    f. Ranveig Arnesen
    enn besta ágiskun er Dagny Jansen

    Comment — October 22, 2020 @ 16:48

  2. admin

    Takk fyrir þetta Elisabeth.

    Comment — March 5, 2023 @ 19:37

  3. Elisabeth Kristensen

    Hr Captain David Bruun
    Jeg må bede Dem tilgive
    mig at jeg har endnu
    mange Billeder og Bøger
    jeg ikke har fået afleveret
    men jeg rejste noget
    før end jeg havde tænkt
    da jeg fik et Telegram
    om at min Moder var død
    og jeg gerne ville overvære Begravelsen
    Jeg kommer til Kbh (=København) i begyndelsen af August
    De beder at hilse fra Deres arbejde.

    Comment — October 22, 2020 @ 16:57

Skrifa athugasemd