Ný gerð af byssukúlum fundust í Hlíðarfjalli

Varðveislumenn minjanna fundu nýja tegund af byssukúlum í leiðangri sínum upp í Hlíðarfjalli í dag. Á dögunum fundust byssukúlur eins og kúlurnar tvær til vinstri á myndinni. Í dag komu styttri byssukúlur í leitirnar og sverari en þær má sjá til hægri á myndinni. Verið er að rannsaka uppruna þeirra en ekki er ólíklegt að þarna sé um að ræða kúlur úr skammbyssu eða M1A1 Thompson hríðskotabyssu. Þrjár kúlur af þessari gerð fundust í leiðangrinum í dag.

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd