main image

Von á stafsmönnum sprengjudeildar eftir helgi

Við fluttum fréttir af því á dögunum að mikið af sprengjuleifum hefðu fundist í Hlíðarfjalli við gerð hlaðvarpsþátta um fjallið á stríðsárunum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Landhelgisgæslan komst á snoðir um fundinn í gegnum fréttamiðla. Í kjölfarið hafði hún samband við Brynjar Karl Óttarsson sem fann sprengjubrotin og tjáði honum að rétt væri að hafa vaðið fyrir neðan sig og rannsaka svæðið. Von er á tveimur starfsmönnum sprengjudeildar Gæslunnar eftir helgi til að fara yfir æfingasvæði setuliðsins í Hlíðarfjalli í því skyni að ganga úr skugga um að ekki leynist virkar sprengjur úr seinni heimsstyrjöldinni við rætur fjallsins.

Hlaðvarpsþættirnir Leyndardómar Hlíðarfjalls verða sendir út á hlaðvarpssíðu Grenndargralsins afmælishelgi Akureyrarbæjar, dagana 27. – 30. ágúst.