Hjálparhellur fögnuðu opnun seturs um sögu berklanna
Sýningin Hælið setur um sögu berklanna opnar sunnudaginn 30. júní kl. 11:00. Sýningin verður opin daglega frá kl. 11-18 samhliða kaffihúsinu. Mikil vinna liggur að baki því að setja upp setrið sem og kaffihús að Kristnesi í Eyjafjarðarsveit og hafa ófáir sjálfboðaliðar lagt hönd á plóg.
María Pálsdóttir hefur veg og vanda af uppbyggingunni í gömlu starfsmannahúsnæði sem áður tilheyrði Kristneshæli. Í tilefni af opnuninni bauð María til opnunateitis þar sem helstu hjálparhellur komu saman, nutu veitinga og skoðuðu sig um á sýningunni.
Engar athugasemdir »
Skrifa athugasemd