Engin leit að Grenndargralinu 2018

Allt frá árinu 2008 hafa grunnskólanemendur á Akureyri farið af stað um þetta leyti árs í 10 vikna leiðangur í heimabyggð í því skyni að leita uppi Grenndargralið. Leitin að Grenndargralinu hefur þannig staðið nemendum til boða sem valgrein í áratug með þátttöku sjö skóla.

Vegna fyrirspurna um Leitina nú í haust skal áréttað að ekki verður um leit að Grenndagralinu að ræða haustið 2018. Leitin hefur farið fram í síðasta skipti, í bili hið minnsta. Gralið verður því falið um óákveðinn tíma á vel völdum stað í heimabyggð.

Grenndargralið mun áfram fjalla um sögu og menningu heimabyggðar á lifandi og skemmtilegan hátt fyrir alla áhugasama, jafnt unga sem aldna.

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd