Leitin að Grenndargralinu hættir
Vegna breytinga á fyrirkomulagi valgreina í grunnskólum Akureyrar mun Leitin að Grenndargralinu ekki verða í boði fyrir grunnskólanemendur haustið 2018.
Upphaf Leitarinnar að Grenndargralinu má rekja aftur til ársins 2008 þegar fyrst var leitað að Gralinu. Leitin hefur verið í boði fyrir grunnskólanemendur á Akureyri í áratug, samtals 10 skipti, með þátttöku sjö skóla.
Fyrir hönd Grenndargralsins þakka ég samstarf við hina ýmsu aðila í gegnum árin, ekki síst alla þá skemmtilegu krakka sem leitað hafa Gralsins í heimabyggð.
Grenndargralið mun áfram fjalla um sögu og menningu heimabyggðar á lifandi og skemmtilegan hátt fyrir alla áhugasama, jafnt unga sem aldna.
Brynjar Karl Óttarsson
verkefnisstjóri Grenndargralsins
Engar athugasemdir »
Skrifa athugasemd