Filippus prins í Lystigarðinum á Akureyri

Í júlíbyrjun 1964 kom Filippus prins til Akureyrar. Hann kom fljúgandi frá Reykjavík með Gullfaxa, Dakotaflugvél Flugfélags Íslands, í hellirigningu ,,einhverja þá mestu sem gert hefur á Akureyri í sumar” eins og segir í Morgunblaðinu. Frá flugvellinum lá leiðin í Lystigarðinn þar sem mikill mannfjöldi beið þess að bera Filippus augum. Vel lá á prinsinum. Hann flutti stutta ræðu og skoðaði sig um í garðinum, lengur en gert hafði verið ráð fyrir. Hann blandaði geði við bæjarbúa og spjallaði við mann og annan.

Myndin birtist í Morgunblaðinu. Þekkir þú fólkið sem spjallar við hertogann af Edinborg?

2 Athugsemdir »

  1. Friðrik Sigurðsson

    Faðir minn Sigurður Guðlaugsson verkstjóri hjá Rafveitu Akureyrar
    stendur andspænis Prinsinum.
    Faðir minn sagði mér að prinsinn hafi spurt um starf hans og þegar hann heyrði að hann ynni hjá rafveitunni spurði hann hvernig raforkuframleiðslu væri háttað á Akureyri.
    Þegar hann heyrði að það væri með vatnsorku benti hann upp í rigninguna og sagði : “ Já, þið hafið nóg af henni hér.”
    Friðrik Sigurðsson

    Comment — April 21, 2021 @ 19:19

  2. admin

    Sæll Friðrik. Takk fyrir þessa skemmtilegu sögu. Þetta skiptir allt máli. Bestu kveðjur frá Grenndargralinu.

    Comment — May 4, 2021 @ 16:11

Skrifa athugasemd