main image

Grenndargralið skrifar fyrir Norðurland

Grenndargralið og Útgáfufélagið Fótspor hafa komist að samkomulagi um samstarf og mun afraksturinn birtast á síðum Norðurlands. Grenndargralið mun á næstu misserum færa lesendum blaðsins ýmsar gersemar úr heimabyggð í formi fróðleiks og afþreyingar. Grenndargralið hefur áður látið af sér kveða á fjölmiðlamarkaðnum. Á árunum 2013-2015 birti Akureyri Vikublað efni undir merkjum Grenndargralsins með reglulegu millibili og nú tæpum þremur árum síðar tekur Gralið upp þráðinn að nýju.

 

Grenndargralið hlakkar til samstarfsins og að koma sögu og menningu heimabyggðar á framfæri við lesendur á skemmtilegan og lifandi hátt.

 

Fyrsti söguskammturinn frá Grenndargralinu birtist í 3. tölublaði Norðurlands fimmtudaginn 22. febrúar.