Leitinni að Grenndargralinu 2016 er lokið
Grenndargralið er fundið! Sunna Katrín Hreinsdóttir í Lundarskóla fann Gralið áður en tvær klukkustundir voru liðnar frá því að lokaþrautin fór í loftið. Aldrei áður hefur sigurvegari verið jafn snöggur að finna Gralið. Hér er jafnframt um fyrsta sigur Lundarskóla að ræða í Leitinni að Grenndargralinu. Gralið var í vörslu Soffíu Vagnsdóttur höfundar sönglagatextans Zikka zakka þar til Sunna birtist og tók við Gralinu úr höndum Soffíu. Lundarskóli mun því hýsa Gralið næsta árið.
Grenndargralið óskar Sunnu Katrínu, sem og Lundarskóla, til hamingju með sigurinn.
Engar athugasemdir »
Skrifa athugasemd