Leitin að Karamellukrukkunni
Nú þegar Leitin að Grenndargralinu 2016 er að verða hálfnuð er við hæfi að hita upp fyrir lokaátökin. Það gerum við með því að leita að Karamellukrukkunni.
Þeir sem skila inn réttum úrlausnum við fimm fyrstu þrautunum áður en sjötta vika hefst (fyrir föstudaginn 14. október kl. 12:00) öðlast réttinn til að leita að krukkunni góðu.
Hvað er í Karamellukrukkunni? Hvar er hún? Hverjir finna krukkuna og hljóta þann óvænta glaðning sem hún inniheldur?
Vísbending, sem leiðir til fundar Karamellukrukkunnar, verður afhend þátttakendum föstudaginn 14. október í stofu 304 í Giljaskóla kl. 16:00.