main image

Grenndargralið er fundið!

Grenndargralið er komið í leitirnar. Það var Kristján Rúnar Kristjánsson í Síðuskóla sem fann Gralið. Grenndargralið óskar Kristjáni til hamingju með sigurinn.

Gralið var við krossins helga tré.

Nánar um fund Gralsins síðar.

Lokaspretturinn er hafinn!!!

Liðskynningar 2015

Sigrún María Engilbertsdóttir gengur undir nafninu Agligli í Leitinni að Grenndargralinu. Sigrún María er í Giljaskóla. Áhugamál hennar eru dans, Disney og youtube. Sigrún ætlar annað hvort í MA eða VMA þegar grunnskólanum lýkur.

Markmið Sigrúnar Maríu í Leitinni 2015 er að komast langt og að leysa allar þrautirnar.

Úrslit ráðast í Leitinni 2015

Löng og ströng leit er að baki og þátttakendur hafa staðið sig með mikilli prýði. Framundan er hörð samkeppni milli liðanna sem eftir standa. Nú gildir að vera sem fljótastur að leysa lokaverkefnin sem vísa á Gralið. Endaspretturinn fer fram með eftirfarandi hætti:

Síðasta þrautin birtist á heimasíðu Leitarinnar föstudaginn 13. nóvember kl. 18:00. Þar með hefst kapphlaupið mikla. Ólíkt fyrstu 9 vikunum (þar sem ekki skipti máli hvenær lausnum var skilað) skiptir öllu máli núna að skila lausninni til umsjónarmanns sem fyrst. Þátttakendur verða að meta með hvaða hætti auðveldast sé að koma lausninni til umsjónarmanns á sem stystum tíma.

Ef lausnin við þraut nr. 10 er rétt fá þátttakendur síðasta bókstafinn frá umsjónarmanni. Eftir að hafa fundið út lykilorðið og komið því til umsjónarmanns fá þátttakendur lokavísbendingu sem vísar þeim á Gralið. Það lið sem finnur Gralið sigrar í Leitinni að Grenndargralinu 2015. Sigurvegararnir taka Gralið með sér en láta aðra keppendur ekki vita af því að það sé fundið.

Aðeins þeir sem hafa skilað inn réttum úrlausnum við öllum þrautunum tíu, fengið bókstafina sem þeim fylgja og fundið lykilorðið fá lokavísbendinguna sem vísar á Gralið.

Kæru þátttakendur.

Þið hafið staðið ykkur vel. Frá því í haust, þegar Leitin hófst, hafa nokkur lið hætt þátttöku. Þið eruð komin alla þessa leið vegna áhuga ykkar og þrautseigju. Nú getur allt gerst. Grenndargralið er handan við hornið.
Með dugnaði ykkar og útsjónarsemi hafið þið sýnt að þið getið leyst erfið verkefni á stuttum tíma. Þið megið nú sem fyrr nýta ykkur alla þá aðstoð sem þið getið fengið t.d. frá mömmu, pabba, ömmu og afa.

Gangi ykkur vel.

Brynjar Karl Óttarsson umsjónarmaður Leitarinnar

Liðskynningar 2015

Eygló Ástþórsdóttir og Soffía Karen Erlendsdóttir eru saman í liði sem þær kalla Púkarnir. Stelpurnar eru í Síðuskóla. Áhugamál Eyglóar eru að baka, teikna, dansa, syngja og tölvuleikir. Áhugamál Soffíu eru að baka, teikna, dansa syngja og að tala við Englendinga. Þær ætla í framhaldsskóla eftir grunnskóla.

Markmið þeirra í Leitinni eru að skila inn þrautunum á réttum tíma, hafa gaman og vinna Gralið. Og svo að læra eitthvað af þessu.

Liðskynningar 2015

Kjartan Arnar er í Síðuskóla. Hann kallar sig Lone Ranger í Leitinni að Grenndargralinu. Áhugamál Kjartans eru fótbolti og að smíða. Hann ætlar að læra trésmíði í VMA eftir grunnskóla.

Markmið með þátttöku í Leitinni: Að finna Gralið!

Liðskynningar 2015

Grallaraspóarnir er skipað þeim Emblu Dögg og Ingu Rakel en þær eru í Síðuskóla. Aðaláhugamál Emblu Daggar eru fimleikar. Handbolti er aðaláhugamál Ingu Rakelar. Eftir grunnskóla ætla þær í framhaldsskóla og læra að keyra.

Markmið þeirra með þátttöku í Leitinni að Grenndargralinu er að læra meira um heimaslóðirnar.

Liðskynningar 2015

Halldór Níels Björnsson (til vinstri) og Júlíus Þór Björnsson Waage skipa liðið Flottir gæjar. Þeir eru í Glerárskóla en stefna á nám við MA eftir grunnskóla. Áhugamál þeirra eru íþróttir, tölvuspil og vinirnir.

Markmið þeirra í Leitinni er aðeins eitt – sigur!

Sagan af ömmu – örlög ráðast heima hljótt

Sagan af ömmu – örlög ráðast heima hljótt er ígrundun og tilraun til  skilja betur ömmu höfundar, konurnar í lífi hennar og fólkið sem kom fótunum undir þjóðina á 20. öldinni. Helga Guðrún Sigurðardóttir fæddist í Eyjafirði árið 1927. Hún missti móður sína og seinna fósturmóður ung að árum og var sett í fóstur. Síðar rak hún heimili á Akureyri, ól upp fimm börn auk þess sem hún fór að vinna úti, þá komin á miðjan aldur. Helga Guðrún er rauði þráðurinn í þessari sögu og speglar hún tíðarandann, bæjarbraginn á Akureyri og ekki síst uppvaxtarskilyrði alþýðunnar á millistríðsárunum. Þegar íslenska þjóðin braust úr fjötrum fátæktar og skömmtunar með vinnusemi og dirfsku til samfélags sem einkenndist af velmegun. Sagan er skrifuð fyrir fjölskyldu Helgu Guðrúnar en líka aðra sem vilja setja sig inn í hugarheim þeirra sem fá sjaldan rödd í sögubókum. Síðast en ekki síst er sagan skrifuð af þakklæti og þrá til að skilja betur hvaðan við komum og hvað mótar okkur sem manneskjur. Höfundur er Hildur Hauksdóttir framhaldsskólakennari. Grenndargralið gefur út.

Bókin kemur út öðru hvoru megin við fullveldisdaginn 1. desember.