Lausaganga katta

Kettir eru eitt af vinsælustu gæludýrum í heimi og þeir verða sífellt vinsælli. Margir á Íslandi eiga ketti, en það er mikil vinna að eiga kött.

Þú þarft að gefa honum reglulega að borða, leika við hann og sýna honum umhyggju og sumir leyfa köttunum sínum að fara út. Ég hef oft lent í því að rekast á lausa ketti hérna í Giljahverfinu og finnst það svolítið ósanngjarnt að kettir mega vera lausir en ekki hundar. Oft er sagt að algengara sé að hundar ráðist á fólk og að hundar séu talsvert hættulegri en kettir, en það þarf ekkert endilega að vera. Ég bendi á að það er verið að selja kattaólar í dýrabúðum þar sem kattaeigendur geta keypt svoleiðis og farið með kettina sína út að labba ef þeir vilja endilega að kettirnir sínir fái að fara út. Svo er líka hægt að kaupa girðingar sem hægt er að setja í garða hjá eigendum en það er bara ef eigendur vilja ekki fara út að labba með kettina sína. Ég er ekki að segja að þetta sé það sem kattaeigendur þurfa að gera ég er bara að benda á auðveldar lausnir. Ástæðurnar fyrir því að kettir ættu ekki að vera einir úti eru t.d. að þeir gætu hlaupið fyrir bíla og bílarnir keyrt á kettina. Ég hef oft heyrt að kattaeigendur hafa misst kettina sína þar sem bílar hafa óvart keyrt á þá og ég hef sjálf verið vitni af því að bíll keyrði yfir kött. Svo eru líka margir sem eru hræddir við ketti og með ofnæmi fyrir þeim. Ég hef líka oft lent í því að ég sé að labba eitthvert og það er köttur sem eltir mig og að það séu kettir sem eru í görðunum hjá fólki. Og svo má ekki gleyma því að kettir skíta oft á gangstéttarnar eða annars staðar í bænum og ég er alveg viss um að lang flestir sem búa hér vilja hafa bæinn sinn snyrtilegan. Og kettir eiga það líka til að fara ofan á barnavagna og leggjast ofan á sofandi börnin og geta þar af leiðandi kæft þau.

Ég vil ekki búa til vesen eða neitt svoleiðis ég er bara að benda á það sem er hægt að laga og vil endilega að það verði gert eitthvað í þessu máli.

Karen Ósk Ingadóttir 8. SKB

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd