Íþróttaaðstaða Giljahverfis

Íþróttaaðstaða í Giljahverfi er fín en það væri hægt að hafa aðstöðuna örlítið betri. Í Giljahverfi eru fínir fótboltavellir, körfuboltavellir, einn steyptur völlur og leikvellir. Margir af þessum völlum eru við hliðina á Giljaskóla þótt leikvellirnir séu víða um hverfið.

Við hliðina á skólanum er stórt íþróttahús sem var tekið í notkun árið 2010. Íþróttahúsið er tvískipt. Annar helmingurinn er venjulegur íþróttasalur og hinn er stór fimleikasalur þar sem Fimleikafélag Akureyrar er með góða aðstöðu. Á sumrin er hægt að iðka ýmsar íþróttir á steypta vellinum hjá Giljaskóla en á veturna er hann fullur af snjó og því er það ómögulegt. Á veturna er því ekki hægt að iðka Íþróttir úti nema á gervigrasvellinum sem er hitaður upp. Fimleikaiðkendur nota íþróttasalinn við hliðina á fimleikasalnum mikið, sem er mjög gott. Þá nota þeir salinn til að t.d. hita upp og gera ýmsar æfingar. Mér finnst að salurinn ætti vera laus einu sinni í viku í klukkutíma fyrir fólk sem getur þá komið og stundað aðrar íþróttir á veturna. Í íþróttahúsinu er mikið af góðum íþróttatækjum sem væri hægt að nýta betur.  Ég er ekki viss um að nýting hússins yrði góð en það væri sniðugt að prófa.

Nokkrir grasvellir eru í hverfinu sem hægt er að nota á sumrin þegar það er ekki bleyta í jörðinni. Einnig eru margir leikvellir og eru þeir flestir í góðu standi. Í Giljahverfinu er engin sundlaug. Sundlaugin sem stendur næst hverfinu er Glerárlaug og er hún við hliðina á Glerárskóla. Í íþróttahúsinu er þó lítil sundlaug þar sem sérdeild skólans fer í sund, sem er mjög gott. Það mætti alveg koma sundlaug í Giljahverfi að mínu mati, en það er ekki bráðnauðsynlegt.

Fyrir utan þetta finnst mér vera góðir íþróttavellir og leikvellir úti í hverfinu og stórt og gott íþróttahús. Það mætti að mínu mati vera laus tími í íþróttahúsinu til að hafa fyrir fólk sem vill stunda blandaðar íþróttir einstöku sinnum. Annars finnst mér íþróttaaðstaða í Giljahverfi vera afbragðsgóð og til fyrirmyndar.

Anna Þyrí Halldórsdóttir 8. RK

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd