Nýi vegurinn

Undanfarin misseri hefur verið unnið að lagningu nýs vegar hér í bænum. Vegurinn er á milli Giljahverfis og Síðuhverfis, eða Urðagils og Vestursíðu. Þeir eru búnir að vera í u.þ.b. ár að gera þennan veg. Þeir sem eru að gera veginn byrjuðu aðeins en svo hættu þeir eða tóku sér hlé og byrjuðu síðan á veginum aftur í nóvember þegar snjórinn var kominn sem er undarlegt. Hann er ekki enn tilbúinn. Það er kominn vegur og aðeins byrjað að malbika en hann er þó ekki tilbúinn. Það er alltaf skilti fyrir veginum sem stendur á ,,lokað‘‘ þannig enginn má keyra á hann, en ég sé samt stundum bíla vera keyra á hann en fara bara fram hjá skiltunum. Það eru samt nokkrir kostir við þessa vegagerð. Fyrst ber að telja er að nú er komin göngustígur þar sem ég labba alltaf í skólann. Auk þess þá er  göngustígurinn alltaf mokaður á veturna þar sem ég labba í skólann , það var aldrei mokað þar á veturna áður. Að lokum þá eru komnir fleiri ljósastaurar þannig ég sé núna göngustíginn en það er samt ekki búin að tengja ljósin á staurunum á götunni en það eru komnir ljósastaurar á göngustíginn. Svo er líka nokkrir ókostir við þennan veg. Í fyrsta lagi voru mjög mikil læti þegar þeir voru að byrja á því að gera veginn af því húsið mitt er beint við hliðina á nýja veginum. Seinni gallinn er að ef það eru bílar að keyra á nýja veginum þá heyrist umferðinn svo hátt og það má ekki einu sinni keyra á honum af því hann er ekki alveg orðinn tilbúinn.

Nýi göngustígurinn er góður kostur fyrir gangandi vegfarendur sem þurfa á þessum vegi að halda. Stóra gatan verður kannski kostur fyrir suma sem eru á bílum en ekki alla. Alla vegana ekki mig og suma sem búa við hliðina á veginum. Af því það eru stundum læti og það truflar íbúana við nýja veginn.

Þórunn Jóna Héðinsdóttir 8. SKB

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd