main image

Karamellukrukkan er fundin!

Leitinni að Karamellukrukkunni er lokið. Það voru þær Eygló Ástþórsdóttir og Soffía Karen Erlendsdóttir úr Síðuskóla sem fundu Krukkuna. Hópur krakka, sem hafði uppfyllt skilyrði til að taka þátt í leitinni, fékk afhenda vísbendingu klukkan 16:00 föstudaginn 17. október. Vísbendingin, sem var í formi nokkurs konar fjársjóðskorts, leiddi þátttakendur og aðstoðarmenn þeirra að lítilli trjáhríslu ofan við Nonnastein. Það tók þær stöllur Eygló og Soffíu ekki langan tíma að átta sig á kortinu. Þær voru komnar með Krukkuna í hendur u.þ.b. 15 mínútum eftir að hópurinn lagði af stað frá Giljaskóla. Aldrei áður hefur krukkan komið jafn snemma í leitirnar og núna. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Eygló, Soffíu og aðstoðarfólki þeirra.
Stúlkurnar fá að launum pizzaveislu fyrir tvo frá Greifanum. Aðstandendur Leitarinnar kunna Greifanum bestu þakkir fyrir um leið og þeir óska sigurvegurunum til hamingju. Nú tekur alvaran við því innan fárra vikna hefst kapphlaupið um Grenndargralið!

Leitin að Karamellukrukkunni

Nú þegar Leitin að Grenndargralinu 2014 er hálfnuð er við hæfi að hita upp fyrir lokaátökin. Það gerum við með því að leita að Karamellukrukkunni.

Þeir sem skila inn réttum úrlausnum við fimm fyrstu þrautunum áður en sjötta vika hefst (fyrir föstudaginn 17. október kl. 12:00) öðlast réttinn til að leita að krukkunni góðu.

Hvað er í Karamellukrukkunni? Hvar er hún? Hverjir finna krukkuna og hljóta þann óvænta glaðning sem hún inniheldur?

Vísbending, sem leiðir til fundar Karamellukrukkunnar, verður afhend þátttakendum föstudaginn 17. október í stofu 304 í Giljaskóla kl. 16:00.

 

Gangi ykkur vel!

Brynjar                                                                                                                                                                                                         umsjónarmaður Leitarinnar.