Fyrir 100 árum síðan!
Í Norðurlandi birtist eftirfarandi texti þann 14 febrúar árið 1914. Textahöfundur telur úrslit komandi þingkosninga ráðin með afgerandi hætti tveimur mánuðum áður en kosningarnar fara fram.
„H. Hafstein sendi með síðasta pósti til oddvita yfirkjörstjórnar Eyjafjarðarsýslu framboð sitt sem þingmannsefnis við kosningarnar 11. apríl í vor. Sjaldan eða aldrei mun fylgi H. H. Hafa verið jafneindregið hér í sýslunni eins og einmitt nú, og er enginn efi á að hann verður kosinn fyrsti þingmaður kjördæmisins með all miklum meirihluta atkvæða.“
Norðurland 14. árg. 1914, 7. tölublað (14.02.1914), blaðsíða 20.
Engar athugasemdir »
Skrifa athugasemd