Gral vikunnar
Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu, hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.
Gral vikunnar fá fimm nemendur í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Davíð Ingi Guðmundsson (rafvirkjun), Dýri Bjarnar Hreiðarsson (húsasmíði), Eyþór Halldórsson (húsgagnasmíði), Jóhanna Eyjólfsdóttir (hársnyrtiiðn) og Sveinbjörg Jana Aðalsteinsdóttir (hársnyrtiiðn) luku öll sveinsprófum á síðastliðnu ári. Laugardaginn 1. febrúar fengu þau afhendar viðurkenningar Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík fyrir afburða árangur í sínum fögum.” Á heimasíðu VMA segir: „Davíð Ingi hlaut sem sagt silfurverðlaun fyrir hæsta sveinspróf á landinu í rafvirkjun á síðasta ári.” Á öðrum stað segir: „Dýri Bjarnar Hreiðarsson og Eyþór Halldórsson hljóta silfurverðlaun. Meistari Dýra Bjarnars var Hreiðar Bjarni Hreiðarsson og meistari Eyþórs var Sæmundur Gauti Friðbjörnsson. Jóhanna Eyjólfsdóttir og Sveinbjörg Jana Aðalsteinsdóttir hljóta bronsverðlaun. Meistari Jóhönnu var Ingibjörg Jóhannesdóttir og meistari Sveinbjargar Jönu var Eva Fjölnisdóttir.“
Viðurkenningarnar voru afhentar á svokallaðri nýsveinahátíð og fór hún fram í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Forseti Íslands afhenti verðlaunin ásamt stjórnarfólki í Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík. Til hamingju með frábæran árangur Dýri, Eyþór, Jóhanna og Sveinbjörg.
Engar athugasemdir »
Skrifa athugasemd