Fyrir 100 árum síðan

Fyrr á tímum var algengt að dagblöðin fylgdust með hvaða gestir dvöldust í bænum og birtu tilkynningar þess efnis. Í Norðurlandi birtist tilkynning þann 31. janúar árið 1914 undir heitinu Aðkomumenn.  

 „Guðm. Davíðsson hreppstjóri og óðalsbóndi á Hraunum í Fljótum, Ólöf frú hans og Einar Baldvin stúdent sonur þeirra komu til bæjarins á fimtudaginn og höfðu farið fótgangandi alla leið og á skíðum yfir Reykjaheiði. Rösklega af sér vikið.

Norðurland 14. árg. 1914, 5. tölublað (31.01.1914), blaðsíða 15

 

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd