main image

Grenndargralið er fundið!!!!!!!!

Leitinni að Grenndargralinu 2013 er lokið. Það voru þeir Bergvin Leif Garðarsson og Patrik Orri Jóhannsson úr 9. bekk í Giljaskóla sem fundu Gralið þetta árið. Þeir eru því sigurvegarar í Leitinni að Grenndargralinu árið 2013.

Síðasta þraut birtist á heimasíðunni kl. 15:30 og þá fór allt af stað. Þátttakendur reyndu að finna rétt svör og gerðu það í kapphlaupi við tímann. Bergvin og Patrik voru fyrstir til að fá lokavísbendinguna sem vísaði á Gralið. Þeir voru mættir á Bryggjuna rúmum þremur klukkustundum eftir að þrautin fór í loftið þar sem þeir tóku við Grenndargralinu. Sannarlega glæsilegur árangur hjá þeim félögum sem og öllum hinum duglegu krökkunum sem fóru alla leið í þessari löngu og ströngu leit. Þeir eru allir sigurvegarar og eiga heiður skilinn fyrir frábæra frammistöðu. Með dugnaði sínum og áhuga eru þeir öðrum mikil fyrirmynd. Gralið verður geymt næsta árið í Giljaskóla en þetta er í annað skiptið á sex árum sem nemendur Giljaskóla vinna Leitina. Formleg afhending Gralsins fer fram mánudaginn 2. desember. Við óskum Bergvin og Patrik, sem og Giljaskóla, til hamingju með sigurinn.

Kapphlaupið um Grenndargralið er hafið!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!