Níunda vika hafin – Ein vika eftir af Leitinni 2013!!!

Níunda og næstsíðasta þraut er komin í loftið. Í henni segir frá manni sem fæddist að bænum Laufási, gerðist bóndi á bænum Espihóli og bjó síðar á Laugalandi á meðan hann gegndi þingmennsku fyrir Eyfirðinga. Hann var bróðir hins kunna Gránufélagsmanns Tryggva Gunnarssonar en stóð í skugga bróður síns. Hann vildi sanna að hann væri ekki minni maður en Tryggvi en eitthvað mikið fór úrskeiðis. Hann átti erfitt með að standa við skuldbindingar sínar og greip til örþrifaráða.

Föstudaginn 15. nóvember fer tíunda og síðasta þraut í loftið. Þá hefst kapphlaupið um Grenndargralið…

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd