main image

Breyting á þraut nr. 3

Þraut nr. 3 hefur tekið örlitlum breytingum frá því að hún fór fyrst í loftið föstudaginn 27. september. Í ljós kom að áritaðan sköld vantaði á listaverkið Óðinshrafninn sem stendur á skólalóð MA (sjá mynd). Annað listaverk hefur nú leyst Óðinshrafninn af hólmi í þrautinni og ekkert því til fyrirstöðu að leysa hana án vandkvæða. Þá sem fóru sneypuför biðjum við afsökunar og vonum að sú för hafi ekki haft teljandi áhrif á gang mála.

Þriðja vika í Leitinni 2013 er farin af stað!

 

Í þraut vikunnar segir frá svaðilförum ungs Eyfirðings sem villtist á hálendi Íslands. Hvernig skyldu þessi útilistaverk tengjast þriðju þraut? Smelltu á Leitin að Grenndargralinu hér að ofan, skrollaðu niður og kynntu þér málið.

Önnur vika Leitarinnar er hafin!

Ófá skipin hafa komið til Akureyrar í gegnum tíðina. Sum eru frægari en önnur sem og einstaklingarnir um borð. Í þraut vikunnar skoðum við fræg skip og heimsfrægar persónur sem hafa heimsótt bæinn. Smelltu á linkinn hér að ofan (Leitin að Grenndargralinu) og kynntu þér málið.

Leitin að Grenndargralinu 2013 er hafin!

Þetta er í sjötta skipti sem nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum á Akureyri hefja leit að Grenndargralinu. Verkefnin sem þátttakendur kljást við tengjast sögu heimabyggðar. Þannig er reynt að auka áhuga og vitund þátttakenda á nánasta umhverfi í gegnum skemmtilegar og spennandi vettvangsferðir og rannsóknarleiðangra. Þrautirnar tíu munu birtast á heimasíðu Leitarinnar www.grenndargral.is á föstudögum kl. 18:00 auk þess sem fréttir og tilkynningar munu birtast á facebook-síðu Leitarinnar. Umsjón með Leitinni hefur Brynjar Karl Óttarsson.
Framundan eru 10 vikur fullar af spennandi viðfangsefnum. Ég vil hvetja foreldra og aðra sem koma að uppeldi þeirra sem taka þátt í Leitinni til að aðstoða þau við úrvinnslu þrautanna. Leitin er góður vettvangur fyrir fjölskylduna að koma saman og vinna að sameiginlegu verkefni þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Allir geta tekið þátt.

Góða skemmtun og megi besta liðið finna Gralið.

Brynjar Karl Óttarsson