Fyrir 100 árum síðan!
„Höfrungaflokkur kom hér inn á Pollinn á þriðjudaginn. Voru þeir víst mörg hundruð saman og féll
sjórinn í hvítum fossföllum undan þeim. Þeir fóru alveg inn að marbakka, en þegar þeir ráku sig þar á,
snéru þeir við með miklum gauragangi og héldu aftur út fjörð. Jóhann Havsteen skaut einn höfrung
og lagði sá sig á 75 krónur.“
Norðurland 13. árg. 1913, 24. tölublað (21.06.1913), blaðsíða 89
Engar athugasemdir »
Skrifa athugasemd