Fyrir 100 árum síðan!
Í Norðurlandi birtist grein eftir Brutus þann 31. maí árið 1913. Greinina kallar hann Skemmtilegt ferðalag. Brutus fer fögrum orðum um Akureyri og Eyjafjörð.
„..Á meðan eg dvaldi á Akureyri,mátti heita að alt rynni saman í eitt, nótt og dagur, því hin íslenzka, bjarta nótt er enn bjartari á Norðurlandi en á Suðurlandi, því þar gengur sól aldrei til viðar um hásumarið. Veður var hið ákjósanlegasta allan tímann, sem eg dvaldi á Akureyri, varla að sæist ský á lofti, sunnan landgola á morgnana og logn þegar fram á daginn kom; suma daga mjög sterkur hiti, en þegar leið fram undir miðaftan, kom hafræna, stundum tasvert sterk, en um náttmál dró gjarnast úr henni og um miðnætti var komið logn. Þannig er oftast veðurlag á Norðurlandi á vorin og framan af sumri…“
Norðurland 13. árg. 1913, 20. tölublað (31.05.1913), blaðsíða 78
Engar athugasemdir »
Skrifa athugasemd