Fyrir 100 árum síðan!

 Í Norðurlandi þann 10 maí árið 1913 birtist grein eftir héraðslækninn Steingrím Matthíasson sem hann kallaði Heilsufar í Akureyrarhéraði 1912. Þar rekur hann í stuttu máli hvernig heilsufari fólks í heimabyggð var háttað á því herrans ári 1912.

 „Slysfarir voru þessar helstar: 2 menn biðu bana af falli þannig, að höfuðkúpan klofnaði að neðanverðu (fractura baseos cranii). Rotaðist annar strax, og dó þjáningarlaust eftir stutta stund, en hinn fékk heilabólgu og andaðist eftir nokkurra daga þunga legu. Maður varð undir miklum þunga, er féll ofan á brjóstholið við uppskipun úr lest. Hann rifbrotnaði á tveim rifjum og stungust rifbrotin inn í lungað; beið hann  bana af þessu samdægurs. Maður féll af hestbaki, skaddaðist á höfðinu og fékk síðan heilabólgu er leiddi  hann til dauða. Af minni slysum voru þessi hin helztu.

 6 fótbrot.

4 viðbeinsbrot

4 handleggsbrot

4 rifbrot

7 liðhlaup (3  í öxl, hin minni)

Öll þessi meiðsli gréru vel.

Konur í barnsnauð:16 sinnum var okkar læknanna vitjað við erfiðar fæðingar. Í 5 tilfellum þurfti að taka barnið með töngum. Öll börnin komu lifandi og konunum heilsaðist yfirleitt vel.“

Norðurland 13. árg. 1913, 17. tölublað (10.05.1913), blaðsíða 63

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd