main image

Gral vikunnar

   

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu,  hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral vikunnar fá dönsku brjóstdroparnir frá Pharmarctica á Grenivík. Pharmarctica var stofnað árið 2002 en níu starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu. Það framleiðir m.a. lyf, krem, olíur og mixtúrur. Í slyddu, kulda, kvefi og flensu síðustu daga og vikna er gott að grípa til dönsku brjóstdropanna sem rífa vel í. Droparnir eru með lakkrísbragði en þeir eru án allra ilm, litar- og rotvarnarefna. Pharmarctica framleiðir einnig norska brjóstdropa. Eyfirðingar þurfa því ekki að kvarta í hósta- og slímtíð sem þeirri sem nú gengur yfir. Þeir geta sagt bakteríunum stríð á hendur með því að þamba danska og norska brjóstdropa og um leið styrkt iðnað í heimabyggð.