main image

Gral vikunnar

 

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu,  hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral vikunnar fær Thelma Líf Gautadóttir. Thelma er 14 ára og býr á Akureyri. Ekki alls fyrir löngu hóf hún söfnun til styrktar krabbameinssjúkum börnum með því að safna áheitum. Í staðinn skyldi hún raka af sér hárið. Markmið Thelmu er að safna hálfri milljón króna. Í viðtali við Akureyri vikublað sagði hún hugmyndina hafa orðið til þegar hún ákvað að raka af sér hárið og séð að hún gæti látið eitthvað gott af sér leiða í leiðinni. Samkvæmt Facebook-síðu átaksins Hárið af fyrir krabbameinsveik börn höfðu safnast 135.000 krónur á föstudaginn. Frábært frumkvæði sem Thelma sýnir þarna og mættu fleiri taka hana sér til fyrirmyndar. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning:

1102-26-060598
kt. 230598-2909