Fyrir 100 árum síðan!

Í grein sem birtist í Norðurlandi þann 5. apríl árið 1913 segir frá þreifingum Reykvíkinga um að taka jarnbrautir í notkun og jafnframt möguleikann á að leggja þær frá Reykjavík og í nágrannabyggðarlög. Segir frá tveimur brautum sem verið er að leggja frá Öskjuhlíð og niður að höfn sem flytja eiga efni til að fylla upp í varnargarða hennar. Í niðurlagi greinarinnar gælir greinarhöfundur við þá hugmynd að lögð verði járnbraut til Akureyrar í því skyni að draga úr umferð báta!

Já, svona var lífið í heimabyggð fyrir 100 árum síðan.

„…Máske þess verði ekki mjög langt að bíða, að járnbraut verði lögð frá Reykjavík norður um land, yfir fjöll og firnindi til Akureyrar. Að þvi marki hlýtur að verða stefnt og unnið. Betra að draga úr flóabátaflækingnum, inn á hverja vík og hvern krók með ströndum fram, og koma heldur brautinni fyr í framkvæmd.“

 Norðurland 13. árg. 1913, 12. tölublað (05.04.1913), blaðsíða 44

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd