Gral vikunnar
Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu, hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.
Gral vikunnar fá veðurguðirnir. Þeir hafa tryggt fullkomið veður til skíðaiðkunar í dymbilvikunni í skíðabrekkum heimabyggðar. Skemmtileg stemning myndast í kringum ferðamenn sem koma í Eyjafjörðinn í þessari viku ár hvert til þess að renna sér á skíðum. Óneitanlega ræður veðurfar miklu um hversu lífleg menningin er í skíðabrekkunum og varla er hægt að hugsa sér betri aðstæður en eru þetta árið. Þökk sé veðurguðunum!
Engar athugasemdir »
Skrifa athugasemd