Gral vikunnar

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu,  hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral vikunnar fá Berglind Júdith Jónasdóttir, Guðrún Eyjólfsdóttir og Ingibjörg Björnsdóttir. Þær stofnuðu fyrirtækið Mublur húsgagnaviðgerðir á síðasta ári en það er staðsett í Brekkugötu á Akureyri.

Mublur húsgagnaviðgerðir sérhæfir sig í að gera upp og gera við gömul húsgögn. Þær stöllur hafa  þó sérstakt dálæti á mublum frá húsgagnaverksmiðjunni Valbjörk. Valbjörk var stofnuð á Akureyri árið 1953 af sex ungum húsgagnasmiðum en hætti starfsemi tæpum 20 árum síðar. Með framtaki sínu leggja þær  Berglind, Guðrún og Ingibjörg sitt af mörkum við að glæða nýju lífi í gamla framleiðslu frá Akureyri og forða þannig að menningarverðmæti úr heimabyggð glatist. Flott framtak.               

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd