Gral vikunnar

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu,  hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral vikunnar fá aðstandendur sýningarinnar Dagatalsdömurnar eftir Tim Firth sem Freyvangsleikhúsið sýnir þessa dagana. Þriðju sýningarhelgi lýkur með aukasýningu sunnudaginn 17. febrúar. Hluti af miðaverði rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Á heimasíðu Freyvangsleikhússins segir:                                         

 „Dagatalsdömurnar er frásögn af sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað í uppsveitum Englands rétt fyrir aldamótin.  Um þessa sögu var skrifað handrit að bíómynd og seinna handrit að leikriti.  Það leikrit var, árið 2010, valið besti gamaleikur á Englandi og nú hefur Freyvangsleikhúsið keypt sýningarréttinn og mun sýna á stóra sviðinu í Freyvangi næstu vikurnar.  Það er þörf upplifun fyrir landsmenn að skreppa í Freyvang og sjá hvernig alvöru ástvinir fórnarlambs krabbameins, heiðra minningu þess sem lést og létta sína eigin lund í leiðinni.“                                                                                                                                                                                                                                                                                 

Flott framtak þarna á ferðinni. Leikhúslífið blómstrar í Freyvangi þar sem boðið er upp á skemmtilega afþreyingu og stuðning við gott málefni í einum og sama pakkanum.

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd