main image

Fyrir 100 árum síðan!

Menningin blómstraði á Akureyri fyrir 100 árum síðan – dramatískar bíómyndir og Guðs orð. Eftirfarandi tilkynning birtist á forsíðu Norðurlands þann 15. febrúar árið 1913:

 Kvikmyndaleikhúsið.

 Þar er sýnd um þessar mundir, mynd er sýnir áhrif morfíns á þá er neyta þess, svo að notkun þess verður að þungri óviðráðanlegri ástríðu, eins og oft ber við erlendis. — Myndin er annars langur atburðaþráður er lýsir æfiferli ungrar stúlku, sem lendir í ástaræfintýri með giftum manni er hún heldur að sé ógiftur og ætli að eiga sig, en verður svo örvingluð er hún kemst að því, að hún er táldregin, að hún sleppir sér enn dýpra í lauslætislifnað og er þar margt áhrifa mikið. Að lokum getur hún hefnt sín grimmlega á þeim er tældi hana frá meyjar-sakleysi sínu. Myndin endar með sjálfsmorði.

 Kirkjan.

 Hádegismessa á morgun.“

 

Norðurland 13. árg. 1913, 4. tölublað (15.02.1913), blaðsíða 13