main image

Gral vikunnar

Grenndargralið kastar út litlum kaleikum og hrósar vikulega einstaklingum eða hópum sem sett hafa mark sitt á nærumhverfið með einum eða öðrum hætti. Hér reynum við að draga fram í sviðsljósið hvunndagshetjur sem efla menningu heimabyggðar með framlagi sínu,  hversu stórt eða lítið sem það kann að vera.

Gral nýafstaðinnar viku fær Atli Már Rúnarsson. Atla er margt til lista lagt. Fyrir utan að vera liðtækur knattspyrnu- og handboltamaður með Þór á árum áður er Atli tónlistarmaður af Guðs náð. Hann er trommuleikari hinnar eyfirsku rokk-, pönk- og þjóðlagasveitar Helgi og hljóðfæraleikararnir. Atli er þessa dagana að senda frá sér eigin lagasmíðar þar sem hann spilar sjálfur undir á öll hljóðfæri. Textarnir eru eftir afa Atla, Pétur Geir Helgason. Flott framtak hjá Atla. Lögin má heyra á www.youtube.com. Hér að neðan má heyra eitt af lögunum sem Atli sendi frá sér í liðinni viku.