main image

Fyrir 100 árum síðan!

Þann 28. janúar 1913 birtist grein eftir St.D. Í greininni vitnar undirritaður í [vestfirzkan mann] en sá hinn síðarnefndi hafði áður og á öðrum vettvangi borið saman Akureyri og Ísafjörð. Íbúafjöldi í bæjunum tveimur var svipaður í upphafi árs 1913.

Skyldu einhverjir vera á sömu skoðun í dag og St.D. varðandi miðbæ Akureyrar eins og hann lítur út núna?

„Að frátekinni innsiglingunni að Akureyri, sem er hin fegursta á landi hér, en ófögur og eyðileg á ísafirði, er Ísaf. mikin lögulegri og bæjarlegri að útliti og formi heldur en Akureyri. Veldur því hin bratta brekka fyrir ofan Akureyri, svo bærinn sýnist eins og ein ræma langs með ströndinni allan þann veg frá Gróðrarstöð og fremst út á Oddeyrartanga. En á Ísaf. stendur bærinn í einni heild á sléttum Tanganum, sem er breiður efst, þar er tekur við fögur og há fjallshlíð. Göturnar þar eru því beinar og sléttar og liggja ekki upp neinar brekkur, eins og á Akure.yri. Og er miðbærinn á Akure. mjög ógeðsleg gata rétt við sjóinn, svo að um flóð með sjógangi hlýtur að skella þar upp. Furðar mig, að ekki er þar settur rimagarður (stakit) sjávarmegin, svo fólk falli þar ekki ofan fyrir.“

 

Norðri, 8. árgangur 1913, 2. Tölublað (28.01.1913), blaðsíða 6