Fyrir 100 árum síðan!

Í dagblaðinu Vísi birtist grein um ökufærni Reykvíkinga þann 16. janúar árið 1913. Greinin ber heitið Ökumenn bæarins og undir hana skrifar Bæarbúi. Í greininni fer greinarhöfundur hörðum orðum um glannaskap hestamanna í Reykjavík og hættuna sem af þeim stafar fyrir gangandi vegfarendur. Í niðurlagi greinarinnar fer hann hins vegar svo fögrum orðum um ökufærni Akureyringa að hann líkir þeim við annan þjóðflokk. Ætli Bæarbúi sé nokkuð að norðan?

Já, svona var lífið í heimabyggð fyrir 100 árum síðan!

„Það er eigi að furða, þó mönnum, sem sjeð hafa til ökumanna á Akureyri bregði í brún við að sjá framferði stjettarbræðra þeirra hjer. Þar eru þeir ólíkt rösklegri og snarari í snúningunum, og það sem mest er um vert, eru vakandi um verk sitt, og vita hvað þeir eru að gera, hafa vit og vilja á að stjórna hestunum. Þar kunna þeir að víkja sjer til hliðar eftir ástæðum, enda eru það Norðlendingar, sem Dr. Ehlers segir svo um í ferðasögu sinni: »Man skulde tro det var en hel anden Nation.«“

Vísir 1913, 510. tölublað (16.01.1913), blaðsíða 1

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd