Fyrir 100 árum síðan!
Í þá gömlu góðu daga þegar innheimtuaðgerðir voru á tíðum mildari en þekkist í dag. Í auglýsingunni, sem birtist á gamlársdag árið 1913, má sjá að ekki hafa allir viðskiptavinir J.V. Havsteensverslunarinnar á Oddeyri staðið í skilum á réttum tíma. Þeir eru minntir á skuldina og er fastlega vonast eftir að þeir greiði skuldir sínar innan ákveðins tíma. Í dag er hörðum innheimtuaðgerðum hótað á mjög svo ópersónulegan hátt bréfleiðis nánast áður en gjalddagi rennur sitt skeið á enda.
Já, svona var lífið í heimabyggð fyrir 100 árum síðan!
„J. V. Havsteensverzlunar á Oddeyri verður lokuð nú í nokkra daga að mestu vegna vörukönnunar. Þó verður þar stöðugt selt gegn peningum út í hönd og eins veitt móttöka borgun upp í skuldir. Þar sem ýmsir urðu heldur seinir fyrir með að greiða skuldir sínar fyrir árslokin, tilkynnist þeim hinum sömu að reikningum ársins 1912 verður ekki lokað fyr er 20 januar 1913 og er fastlega vonast eftir að þeir greiði skuldir sínar innan þess tíma.”
Norðri 7. árgangur 1912, 43. tölublað (31.12.1912), blaðsíða 163
Engar athugasemdir »
Skrifa athugasemd