Mikilvæg skilaboð til þátttakenda!

Kæru þátttakendur

Senn líður að lokum leitarinnar að Grenndargrali fjölskyldunnar. Þið hafið leyst þrautirnar þrjár á þann hátt sem ætlast var til og þannig unnið ykkur rétt til að leita að gralinu. Þið fáið umslag sem hefur að geyma eina lokavísbendingu sem vísar á gralið. Eftir að þið fáið umslagið í hendur snýst allt um að vera fljót að hugsa og framkvæma. Þið megið notast við öll möguleg hjálpargögn sem hugsanlega geta leitt ykkur áfram á slóðir gralsins.

Forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Geir Kristinn Aðalsteinsson, mun afhenda umslögin. Við viljum biðja liðin, eða fulltrúa þeirra, um að hitta Geir í Hofi laugardaginn 25. ágúst kl. 14:30 og gera grein fyrir sér (nafn liðs).

Við viljum jafnframt biðja ykkur sem finnið gralið um að hafa samband í kjölfarið við umsjónarmann Grenndagrals fjölskyldunnar og láta vita af fundi gralsins.

Þá megið þið gjarnan taka myndir af leiðangrinum og senda umsjónarmanni svo hægt verði að birta þær á heimasíðu og facebook-síðu gralsins.

Gangi ykkur vel!

Umsjónarmenn Grenndargrals fjölskyldunnar.

Engar athugasemdir »

Skrifa athugasemd